Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórhjólin úr Grindavík fundin
Mánudagur 23. febrúar 2009 kl. 12:49

Fjórhjólin úr Grindavík fundin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið þrjú fjórhjól af fimm sem var stolið úr fjórhjólaleigu í Grindavík fyrir helgi. Morgunblaðið á Netinu hefur eftir  varðstjóra að lögreglan hafi fengið ábendingu um hvar hjólin væri að finna. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Stolið var fimm hjólum, af gerðinni Bombardier Can-Am E-Outlander F400, gulum og svörtum að lit, í innbrotinu í Grindavík. Auk fjórhjólanna var miklu magni af fylgihlutum fjórhjóla verið stolið, svo sem hjálmum, göllum, skóm og vettlingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024