Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórhjólaslys og bílveltur við Grindavík
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 11:24

Fjórhjólaslys og bílveltur við Grindavík

Flytja þurfti erlenda konu, sem féll af fjólhjóli í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina, undir læknishendur þar sem hún kenndi sér meins eftir byltuna. Óhappið varð með þeim hætti að konan sat fyrir aftan eiginmann sinn sem ók hjólinu. Á Nesvegi rétt vestan við Grindavík ók hann á stein og við það missti konan jafnvægið og féll til jarðar. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilsugæslu Suðurnesja en mun ekki hafa slasast alvarlega.

Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni í umdæminu á undanförnum dögum. Má þar nefna tvær bílveltur, aðra vestan við Strandakirkju og hina rétt við Bót í Grindavík. Þrennt var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl reyndust ekki vera alvarleg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024