Fjórhjólamenning og framkvæmdagleði í nýjustu Víkurfréttum
Skemmtilegt ferðalag á fjórhjólum frá horni í horn er meðal umfjöllunar í Víkurfréttum vikunnar. Einnig er sagt frá framkvæmdagleði í Reykjanesbæ, rætt við óperusöngvarann Bjarna Thor og þá er Kanhin einnig til viðtals en hann hélt „ekki Ljósanæturtónleika“ um nýliðna helgi.
Siggi Bond er í viðtali í sportinu en hann á sér litríka sögu sem sagt er frá í spjallinu.
Annars eru blaðið stútfullt af áhugaverðu og fjölbreyttu efni.
Rafræna útgáfu Víkurfrétta má sjá hér að neðan en þeirri prentuðu verður dreift á okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á morgun, miðvikudag.