Fjörheimar veitir viðurkenningar
Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ veitti spurningarliði sínu viðurkenningu fyrir góðan árangur í spurningakeppni félagsmiðstöðva, Viskunni, sem lauk á Rás 2 fyrir stuttu. Drengirnir þrír, þeir Árni, Pétur og Bjarni, voru hæstánægðir með viðurkenninguna en það var starfsmaður Fjörheima, Anna Albertsdóttir, sem afhenti þeim hana.
Drengirnir kepptu fyrir hönd Fjörheima eftir að hafa unnið undankeppni sem haldin var á Fjörstöðinni, útvarps Fjörheima.
VF-mynd: Atli Már