Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjörheimar taka þátt í Geðveikum dögum
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 11:04

Fjörheimar taka þátt í Geðveikum dögum

Félagsmiðstöðin Fjörheimar tekur þátt í „Geðveikum dögum“ sem er samstarfsverkefni Samfés og BUGL (Barna-og unglingageðdeildar Landspítalans) og stendur yfir dagana 14. - 20. febrúar.
Geðveikir dagar er yfirskrift á fræðslu- og söfnunarátaki sem felst m.a. í sölu á vinaarmböndum og fræðsluátaki en allur ágóði af sölu armbandanna sem kosta kr. 500 rennur til styrktar byggingarsjóði BUGL.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sölu armbandanna geta sett sig í samband við Fjörheima en veitt verða verðlaun fyrir þann sem verður söluhæstur. Tveir hressir strákar úr Fjörheimum litu við á Víkurfréttum á þriðjudag og seldu starfsmönnum blaðsins armbönd. Þeir höfðu sett sér markmið um að selja 25 armbönd á dag og vonandi er að það takist.

Myndin: Sigurður og Björn með armböndin sem þeir selja til styrktar BUGL.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024