Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Fjordvik nokkuð sigið að aftan - sjáið myndir með fréttinni
Á þessari mynd sést vel hversu sigið skipið er að aftan þegar horft er á sjólínuna.
Laugardagur 3. nóvember 2018 kl. 17:46

Fjordvik nokkuð sigið að aftan - sjáið myndir með fréttinni

Ólík­legt þykir að hægt verði að grípa til aðgerða í dag vegna sement­skips­ins Fjor­d­vik sem strandaði við Helgu­vík­ur­höfn í nótt. Varðskipið Þór er væntanlegt til Helguvíkur um kvöldmat en varðskipið Týr hefur verið á staðnum frá því snemma í morgun.
 
Veður og sjólag hefur komið í veg fyrir vinnu við skipið sem er skorðað við grjótgarða Helguvíkurhafnar. Ætla má að talsverður sjór sé kominn í skipið en þar er mjög sigið að aftan. Þá hallaði það að grjótgarðinum. Á vettvangi var talað um að skutur skipsins væri allt að 2,5 metrum neðar en í birtingu í morgun.
 
Vettvangur sjóslyssins er nú á forræði hafnarstjórnar Reykjaneshafnar en útgerð skipsins hefur frest til kl. 20 í kvöld að skila inn aðgerðaráætlun en útgerðin óskaði eftir aðkomu að björgun skipsins.
 
Um borð í Fjordvik eru 1600 tonn af sementi sem átti m.a. að skipa upp í Helguvík. Þá eru rúm 100 tonn af eldsneyti í skipinu. Eitthvað af því hefur farið í sjóinn en megn olíulykt er á slysstaðnum.
 
Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á vettvangi strandsins í Helguvík rétt fyrir sólsetur nú síðdegis. VF-myndir: Hilmar Bragi


Myndskeiðið var tekið í morgun. Neðan við það má sjá myndasafn sem var tekið síðdegis.

Public deli
Public deli

Fjordvik á strandstað