Fréttir

Fjordvik í brotajárn
Föstudagur 25. janúar 2019 kl. 09:36

Fjordvik í brotajárn

Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík 3. nóvember í fyrra, fer í brotajárn. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Stefnt er að því að skipið yf­ir­gefi Hafn­ar­fjarðar­höfn í síðasta lagi um miðjan fe­brú­ar. Skip­inu verður fleytt inn í siglandi flot­kví og flutt til niðurrifs í Belg­íu.
 
Áhöfn á þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar tókst að bjarga fimmtán manns frá borði við erfiðar aðstæður. Sigmaður þyrlunnar, Guðmundur Ragnar Magnússon, hlaut titilinn Maður ársins á Suðurnesjum 2018 fyrir störf sín á vettvangi björgunarinnar.
 
Fjordvik náðist af strandstað tæpri viku síðar og dregið til hafnar í Keflavík þar sem skipið var gert klárt fyrir flutning til Hafnarfjarðar, þangað sem skipið var dregið 15. nóvember.
 
 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024