Fjórði sigur Grindavíkur á Mosfellsbæ
- Komin í átta liða úrslit
Grindavík mætti Mosfellsbæ í Útsvari á RÚV síðastliðið föstudagskvöld, en það var í fjórða sinn á fimm árum sem liðin mætast í þessari keppni. Grindavík hefur sigrað Mosfellsbæ í hvert sinn sem liðin mætast og breyttu ekki út af vananum í þetta sinn. Keppnin var spennandi og réðust ekki úrslit fyrr en í lokaspurningunni og sigraði Grindavík 59-57. Liðið er þar með komið í átta liða úrslit Útsvars. Lið Grindavíkur skipuðu þau Eggert Sólberg Jónsson, Andrea Ævarsdóttir og Páll Valur Björnsson.