Fjórði dagur verkfalls: litlar líkur taldar á að semjist í dag
Samningafundur samninganefnda Kennarasambandsins og sveitarfélaganna hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn frá því verkfall grunnskólakennara hófst en þetta er fjórði dagur verkfallsins.
Litlar líkur virðast á því að samkomulag náist á samningafundinum í dag því hjá launanefnd sveitarfélaganna kom fram í gær að ekki yrði komið fram með nýjar tillögur til lausnar deilunni. Að sama skapi ætlaðu fulltrúar Kennarasambandsins að bíða og sjá hvort launanefndin kæmi með nýtt tilboð í dag.
Svo virðist sem mikill baráttuhugur sé í grunnskólakennurum á Suðurnesjum en þeir hittast daglega í verkfallsmiðstöð kennara í 88 húsinu.
Myndin: Gangarnir í Heiðarskóla verða að öllum líkindum áfram auðir.