Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórða bílveltan á Garðvegi á nokkrum dögum
Föstudagur 19. mars 2004 kl. 18:49

Fjórða bílveltan á Garðvegi á nokkrum dögum

Fjórða bílveltan á nokkrum dögum varð á Garðvegi við golfskálann í Leiru í dag. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veg og valt eina veltu. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar. Bifreiðin var óökufær á eftir.

Frá slysstað í dag. Ljósmynd: Páll Ketilsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024