Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórar íbúðir Búmanna afhentar í Garði
Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 10:51

Fjórar íbúðir Búmanna afhentar í Garði

Í gær voru afhentir fjórir lyklar að Búmannaíbúðum í Lóulandi 10, 12, 14 og 16 í Garðinum. Guðrún Jónsdóttir afhenti fjórum íbúum lykla og blóm í hátíðlegri athöfn sem fram fór í einni íbúðinni á Lóulandi. Áður voru komnar 24 Búmannaíbúðir í Garðinum og bættust fjórar við í gær og eru því orðnar 28 búmenn íbúðir á Kríulandi og Lóulandi. Þá eru væntingar um að ná samningum um átta í viðbót og er ljóst að mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðunum.

 

Vf-myndir/Bjarni: Efri: Nýju íbúarnir í búmenn íbúðunum sem voru afhentar í gær. Neðri: Bakgarður nýju búmenn íbúðanna fjögurra á Lóulandi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024