Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjör á fjölskyldudegi
Laugardagur 7. ágúst 2004 kl. 19:48

Fjör á fjölskyldudegi

Fjölskyldudagurinn er haldinn hátíðlegur í Vogum í dag.

Skemmtileg dagskrá hefur staðið allt frá því í morgun og var mikið um dýrðir. Krakkarnir nutu sín að sjálfsögðu vel og gátu hoppað að vild í hoppköstulum og á stökkdýnum.

Umhverfisverðlaun fyrir árið 2004 voru veitt og fengu þrjár lóðir viðurkenningu.

Aragata 7 fékk verðlaun fyrir að hafa viðhaldið snyrtilegu húsi og lóð í áraraðir.

Leirdalur 8 fékk verðlaun fyrir snyrtilega lóð við nýtt hús.

Verðlaunin fyrir fallegustu lóðina í Vogum fóru til Maríu Óskarsdóttur og Kristjáns Leifssonar sem búa að Heiðargerði 26.

Nú standa enn yfir skemmtiatriði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og í kvöld verður útiballastemmning með fjöldasöng og öðru skemmtilegu og flugeldasýning klukkan 23.

Hátíðinni lýkur svo með dansleik í Glaðheimum.

VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024