Fjólubláar í öllum stærðum
Það er mikið líf á Keflavíkurflugvelli þessa dagana og ferðasumarið að komast á fulla ferð. Myndin hér að ofan var tekin í gærmorgun þegar flugvélar frá WOW air voru að ferðbúast. Fremri vélin er TF-GMA sem er Airbus A321-211(WL) en sú aftari er TF-GAY sem er Airbus A330-343.
TF-GMA er ný vél og var fyrst flogið þann 3. maí sl. TF-GAY er ný í flota WOW air en var hins vegar flogið í fyrsta skipti þann 19. febrúar 2010 og því rúmlega 6 ára gömul.
VF-mynd: Hilmar Bragi