Fjölskylduhjálp vantar sjálfboðaliða
Fjölskylduhjálp Íslands vantar sjálfboðaliða til að starfa á jólamarkaði samtakanna við Hafnargötu 90 í Keflavík. Markaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 13-18.
Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum, sagði mikið annríki á jólamarkaðnum og því þyrfti aðstoð frá fleiri einstaklingum. Þeir sem vilja leggja lið geta haft samband við Önnu Valdísi í síma 421 1200 eða komið á jólamarkaðinn að Hafnargötu 90.