Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjölskylduhjálp vantar sjálfboðaliða
Frá jólamarkaði Fjölskylduhjálpar að Hafnargötu 90. Þar vantar fleiri sjálfboðaliða til starfa nú fyrir jólin.
Þriðjudagur 4. desember 2012 kl. 09:26

Fjölskylduhjálp vantar sjálfboðaliða

Fjölskylduhjálp Íslands vantar sjálfboðaliða til að starfa á jólamarkaði samtakanna við Hafnargötu 90 í Keflavík. Markaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 13-18.

Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum, sagði mikið annríki á jólamarkaðnum og því þyrfti aðstoð frá fleiri einstaklingum. Þeir sem vilja leggja lið geta haft samband við Önnu Valdísi í síma 421 1200 eða komið á jólamarkaðinn að Hafnargötu 90.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024