Fjölskylduhjálp í pokavanda
Fjölskylduhjálp Íslands er í miklum vandræðum með burðarpoka undir þær matvörur sem úthlutað er frá starfsstöðvum hennar á Suð-vestur horni landsins. Árið 2011 afgreiddi Fjölsktlduhjálp í um 90.000 matarpoka.
„Fyrirtækin geta eðlilega ekki gefið okkur endalaust burðarpoka eins og þau hafa gert sl. 10 ár. Þar sem margir eiga notaða burðarplastpoka heima hjá sér er mikilvægt að koma þeim í áframhaldandi notkun með umhverfissjónarmið í huga.
Við biðjum alla þá er sækja mataraðstoð til okkar að koma með innkaupapoka eða innkaupatöskur og í framhaldinu hefjum við pokasöfnun,“ segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp Íslands.
Mataraðstoð verður miðvikudaginn 27. mars í Eskihlíðinni í Reykjavík frá kl. 14 til 16.30 og sama dag í Grófinni 10 C Reykjanesbæ frá kl. 16 til 18.
Hársnyrting er í boði frá kl. 11 til 16 miðvikudaginn 27. mars í Eskihlíðinni.