Fjölskyldudagar í Vogum 13.-19. ágúst
	Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir vikuna 13. - 19. ágúst næstkomandi. Undirbúningur gengur vel og verða félögin í Vogum boðuð til fundar á næstu dögum með frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins til að ræða það sem að þeim snýr í undirbúningi og framkvæmd. 
	Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarin ár séð um val á skreytingum húsa og hverfa og er ætlunin að svo verði áfram, segir í fundargerð nefndarinnar. Dagskrá fjölskyldudaganna verður með svipuðu sniði og áður en þó eru alltaf einhverjar breytingar og hátíðin þróast áfram.
				
	
				
.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				