FJÖLSKYLDU- OG FÉLAGSÞJÓNUSTA REYKJANESBÆJAR
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu bæjarráðs frá 5. maí sl. um að breyta nafni Félagsmálastofunar Reykjansbæjar í Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar. Með nafnabreytingunni er ætlunin að vekja athygli bæjarbúa á því að félagsþjónusta er viðurkennd fjölskylduþjónusta sem bæjarfélagið veitir og hefur það að markmiði að styrkja fjölskylduna.Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur yfirumsjón með eftirtöldum málaflokkum:*barnavernd*fósturmálum *forsjármálum*umgengnismálum *ættleiðingarmálum*sálfræðiþjónustu*félagsráðgjöf*fjárhagsaðstoð*húsaleigubótum*félagslegu húsnæði *leiguhúsnæði fyrir aldraða*félagslegri heimaþjónustu*þjónustu við aldraða*þjónustu við fatlaða*gæsluvöllum *málefnum dagmæðra*öryggismálum barna*jafnréttismálum*áfengis- og vímuvarnarmálumHjá fjölskyldu- og félagsþjónustunni starfa um 55 manns, þar af 35 í föstum störfum. Unnið er að útgáfu bæklinga til nánari kynningar á þeirri þjónustu sem í boði er og verða þeir bornir út á hvert heimili í bæjarfélaginu á næstu vikum. Starfsfólk fjölskyldu- og félagsþjónustunnar hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að kynna sér nánar þann stuðning sem í boði er.