Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskyldu- og félagsmálaráð 350 milljónir fram úr áætlun
Fimmtudagur 11. september 2014 kl. 11:30

Fjölskyldu- og félagsmálaráð 350 milljónir fram úr áætlun

Á fundi fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var á mánudaginn sl. var gert grein fyrir fjárhagsáætlun sviðsins til 31.07.2014.  Ljóst er að margir liðir standa ekki áætlun, en ef fram heldur sem horfir mun sviðið fara rúmar 350 milljónir fram úr upphaflegri áætlun. Fjárhagsaðstoð er um 120 m.kr umfram það sem áætlað var. Húsaleigubætur 53 milljónir umfram og málefni fatlaðra 163 milljónir umfram áætlun. Auk þess lækka tekjur vegna verktökuþjónustu/hælismál um 20 m.kr. út árið miðað við áætlun.

Fjölskyldu-og félagsmálaráð óskaði eftir heimild bæjaryfirvalda til að mæta útgjöldum til lögbundinnar þjónustu það sem eftir er ársins á fundinum. Frá þessu er greint í fundargerð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024