Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölnota íþróttahús boðið út í Grindavík
Miðvikudagur 4. október 2006 kl. 21:46

Fjölnota íþróttahús boðið út í Grindavík

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að fela bæjarverkfræðingi Grindavíkur að bjóða út fjölnota íþróttahús sem er að stærð um 50 x 70 metrar og staðsett verði austan stúkubyggingar.

Boðið verður út möguleiki á dúk húsi og úr varanlegra efni.  Gert verði ráð fyrir salernisaðstöðu við húsið og húsið verði upphitað.

Fyrir liggur stuðningsyfirlýsing stjórnar knattspyrnudeildar UMFG vegna slíks húss austan við stúkubyggingu,segir í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur frá því í dag.

Mynd: Knattpsyrnuhús FH í Hafnarfirði. Mynd: www.vikurfrettir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024