Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 22:26

FJÖLNOTA HÚSIÐ EKKI ÚR SÖGUNNI

Þó svo að öllum tilboðum í fjölnota íþróttahús hafi verið hafnað, þá er bygging hússins síður en svo úr sögunni að sögn meirihlutans í bæjarstjórn. Fulltrúar minnihlutans fögnuðu því að dómnefndin hefði hafnað tilboðunum og ítrekuðu fyrri skoðanir sínar um brot á skipulagslögum og auralausum bæjarkassa á síðasta bæjarstjórnarfundi. Jónína Sanders bókaði þá, að ekki væri hætt við byggingu hússins þótt tilboðunum hafi verið hafnað og enn væru skýringarviðræður í gangi við Verkafl vegna frávikstilboðs þeirra. Þar er gert ráð fyrir að byggja húsið fyrir 367 milljónir króna en Kristmundur Ásmundsson, fulltrúi jafnaðarmanna, lagði hart að bæjarstjórn að hafna þessu tilboði enda einungis um óupphitaða skemmu að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024