Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmörg síldarskip að veiðum á Stakksfirði
Mánudagur 1. desember 2008 kl. 16:59

Fjölmörg síldarskip að veiðum á Stakksfirði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmörg síldveiðiskip hafa verið að veiðum á Stakksfirði í allan dag. Hefur mátt sjá skipin skammt frá landi á svæði frá Njarðvíkurhöfn og út fyrir höfnina í Helguvík. Eftir því sem næst er komist hefur veiði verið með ágætum. Síldin er hins vegar ekki hæf til manneldis og fer því til bræðslu. Það þýðir að verðmæti hennar er einungis um þriðjungur þess sem fæst fyrir matsíldina.

Mynd: Margrét EA og Vilhelm Þorsteinsson EA skammt undan landi í Reykjanesbæ nú síðdegis. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson