Fjölmörg óveðursútköll á Suðurnesjum
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa fengið nokkrar beiðnir um aðstoð vegna óveðurs í kvöld. Í Keflavík og Njarðvík hafa björgunarsveitir sinnt sex óveðursverkefnum, m.a. hafa farið tvisvar að sama húsinu þar sem þakplötur fuku.
Í Sandgerði fauk grindverk við íþróttamiðstöðína sem og trampólín úr garði.
Björgunarsveitir á svæðum þar sem spáð er að óveðrið gangi yfir eru í viðbragðsstöðu og viðbúnar að bregðast við verði veðrið með óskunda í nótt.
Mynd: Hreinn Magnússon, björgunarsveitarmaður í Ægi Garði, hefur haft í nógu að snúast í kvöld við að hemja þakjárn sem er fjúkandi í Garðinum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson