Fjölmennur fundur sjómanna í Grindavík
Fjölmennasti fundur í sögu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur var haldinn í gær á Sjómannastofunni Vör. Á fundinum var farið yfir stöðuna í kjaradeilu sjómanna.
Á vef félagsins segir að mikil samstaða hafi komið fram meðal félagsmanna sem gáfu samningsnefnd óskorað umboð til að hvika hvergi frá í kröfum. Þeim skilaboðum var komið á framfæri til félagsmanna að fjölmenna við Karphúsið næsta mánudag til að fylgja eftir þeim einhug sem ríkti á fundinum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				