Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmennt við gosstöðvarnar í Meradölum
Fjölmennt í Meradölum. VF-myndir: Haukur Hilmarsson
Miðvikudagur 10. ágúst 2022 kl. 17:13

Fjölmennt við gosstöðvarnar í Meradölum

Nú er fjölmenni við gosstöðvarnar í Meradölum eins og sjá má á myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta á staðnum, Haukur Hilmarsson, tók rétt í þessu. Fjölmenni er á gönguleiðinni sem er erfið yfirferðar og stórgrýtt. Þá eru margir í brekkunni við eldstöðina að virða fyrir sér eldgosið en mikil virkni er í eldstöðinni.

Veðurspá gerir ráð fyrir hægum vindi og skúrum, en möguleiki er á að þoka verði á svæðinu síðar í kvöld og nótt. Á fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags er gert ráð fyrir töluverðum vindi og rigningu á svæðinu. Búist er við því að á föstudag birti til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lagt verður í að bæta gönguleið A enn frekar í dag og næstu daga, þar er sérstaklega um að ræða tvær brekkur ofarlega á leiðinni þar sem hættara er við slysum. Gott samstarf og samráð er á milli allra sem koma að lagfæringunum, þ.á m. landeigenda.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur bannað börnum yngri en 12 ára aðgang að gosstöðvunum, en börnum er áfram velkomið að ganga inn að hrauninu í Nátthaga, enda er þar um sléttlendi og eldra hraun að ræða auk þess sem gasmengun er í lágmarki.