Fjölmennt slökkvilið sent í kísilverið
Fjölmennt slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja var sent í kísilver United Silicon laust eftir kl. 13 í dag.
Óhapp varð við ofn verksmiðjunnar þannig að fljótandi kísill flæddi um gólf eftir að leka fór með tappa á ofninum.
Slökkviliðið mætti með a.m.k. tvo tækjabíla og tankbíl á svæðið og fjölmennt lið slökkviliðsmanna.
Lögreglan á Suðurnesjum var einnig kölluð til.
Myndirnar voru teknar á vettvangi nú áðan.