Fimmtudagur 28. september 2017 kl. 07:00
Fjölmennt lögreglulið leitaði leikskólabarna
Fjölmennt lið lögreglu var kallað til á leikskóla í Reykjanesbæ eftir hádegi í gær þegar ljóst var að tveir drengir á leikskólanum væru horfnir. Drengirnir fundust svo stuttu síðar, heilir á húfi, en þeir höfðu ákveðið að rölta heim til sín.