Fjölmennt lögreglulið í Kúagerði
– lögreglan fundar dag og nótt, út og suður
Lögreglan berst fyrir bættum kjörum og hafa fundahöld verið tíð hjá lögreglumönnum að undanförnu. Skiptir þá engu hvort fundir eru haldnir að næturlagi eða á fjölförnum umferðaræðum. Fjölmennt lögreglulið safnaðist í dag saman í Kúagerði.
Þangað mættu lögreglumenn og -konur frá lögreglunni á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum bar lögreglufólkið saman bækur sínar um stöðuna í kjaraviðræðum við ríkið og svo hvað næstu dagar bera í skauti sér.
Lögreglan hefur verið mjög sýnileg síðustu sólarhringa og hefur stoppað hundruð bifreiða í umferðarátaki. Þar hafa allir verið til fyrirmyndar og ekki hefur verið skrifuð ein sekt.
Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður í viðtali við Stöð 2 í dag.
Þessir héldu um góð lögreglumál á fundinum í dag.
Hluti lögregluflotans í Kúagerði í dag.