Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmennt í vöfflum og metanbílaprófun
Sunnudagur 15. nóvember 2009 kl. 12:24

Fjölmennt í vöfflum og metanbílaprófun

Metanbílarnir sem kynntir voru hjá K. Steinarssyni í Reykjanesbæ nú í vikunni vöktu óskipta athygli og fjölmargir mættu til að reynsluaka bílunum, sem bæði ganga fyrir bensíni og metani. Þá voru bakaðar vöfflur í ómældu magni og þær bornar fram með sultu og rjóma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kjartan Steinarsson bílasali sagði metanbílana hafa fengið mikil og góð viðbrögð. Boðið var upp á reynsluakstur á annars vegar VW Passat og hins vegar VW Caddy sem báðir ganga fyrir þessum tveimur eldsneytisgjöfum.


Meðfylgjandi myndir voru teknar á bílasýningunni og í afmælinu. Á efri myndinni gæða gestir sér á rjómavöfflum en á þeirri neðri eru þeir Kjartan Steinarsson frá K.Steinarssyni og Jón Trausti Ólafsson frá Heklu.