Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmennt á kosningamiðstöð X-D
Frá opnuninni. Mynd: OZZO.
Föstudagur 2. maí 2014 kl. 10:48

Fjölmennt á kosningamiðstöð X-D

Opnuðu hana í gær.

Sjálfstæðismenn opnuðu kosningaskrifstofu sína í gær að Hafnargötu 90. Fjölmennt var á opnuninni en boðið var upp á léttar veitingar og hljómsveit sá um að halda uppi stuðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Árni Sigfússon hélt tölu og fór yfir þann árangur sem náðst hefur frá því Sjálfstæðisflokkurinn náði hreinum meirihluta í bænum. Eins og fram kemur í tilkynningu hefur mikill árangur náðst í skólamálum, umhverfið er orðið fallegra og svo mætti áfram telja. Baráttan fyrir auknum atvinnutækifærum hefur einnig skilað fjölda starfa og það þrátt fyrir mótbyr. Nú sé hins vegar allt annar tónn frá nýrri ríkisstjórn og fjöldi atvinnutækifæra blasa við. Uppskeran er á næsta leyti og lauk Árni máli sínu með því að segja að það sé okkar sjálfstæðismanna að klára málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga frá 10-18 og um helgar milli kl. 11-16. Frá og með mánudeginum verður boðið upp á súpu í hádeginu á virkum dögum  þar sem bæjarbúar geta litið við og spjallað við frambjóðendur.