Fjölmennt á fundi um skólamál
Margir Suðurnesjamenn mættu á fund um skólamál sem haldinn var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þriðjudaginn 17.janúar. Fundurinn var á vegum Suðurnesjavaktarinnar, Fræðsluskrifstofu og FFGÍR.
Fundurinn snerist um nýja reglugerð menntamálaráðuneytisins „Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.“ 2011/1040. En þar kennir ýmissa grasa og má segja að reglugerðin fjalli um allt „vesenið“ sem getur gerst í skólanum.
Kynning á reglugerðinni var í höndum Guðna Olgeirssonar, sérfræðings í menntamálaráðuneytinu. Hann fór yfir helstu atriði í reglugerðinni og sýndi fundargestum í leiðinni fallegar myndir úr náttúru Íslands.
Guðni og Védís Grönvold, sérfræðingur í ráðuneytinu sátu síðan fyrir svörum.