Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmennt á fundi um Orkupakka 3
Föstudagur 23. ágúst 2019 kl. 12:24

Fjölmennt á fundi um Orkupakka 3

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis stóð fyrir opnum fundum um Orkupakka 3 á Selfossi og í Reykjanesbæ í vikunni. Frummælendur voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Frosti Sigurjónsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Styrmir Gunnarsson og Ögmundur Jónasson.

Vel á fimmta hundrað gestir sóttu fundina tvo auk þess sem fjöldi fólks fylgdist með beinu streymi af fundunum. „Þessi mikli áhugi á fundunum sýnir svo ekki verður um villst að málefnið varðar þjóðina miklu og að það er þung og mikil undiralda í þjóðfélaginu vegna stöðu málsins á Alþingi íslendinga,“ segir í frétt frá Miðflokknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024