Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenningardagur í Bókasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 8. maí 2018 kl. 08:00

Fjölmenningardagur í Bókasafni Reykjanesbæjar

Þann 12. maí nk. verður haldinn fjölmenningardagur í Bókasafni Reykjanesbæjar og verður dagskrá frá kl 14 til 15. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir gesti og gangandi en Angela Amaro kynnir meðal annars hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi, nýr verkefnastjóri fjölmenningarmála verður kynntur og nemendur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar taka nokkur lög.

Þá munu Anna Hulda Einarsdóttir og Guðbjörg Gerður Gylfadóttir kynna drög að móttökuáætlun Háaleitisskóla og nýtt verkefni sem miðar að því að fjölga innflytjendum í íþrótta- og tómstundastarfi.
Þá mun vera kynning á írönskum smáréttum og þjóðbúningi- Sanaz, einnig verður boðið upp á portúgalska súpu. Allir eru velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024