Fjölmenni við útför Steinþórs Júlíussonar
Á sjötta hundrað manns var við útför Steinþórs Júlíussonar, fyrrum bæjarstjóra Keflavíkurbæjar, sem fram fór frá Keflavíkurkirkju í dag.Séra Ólafur Oddur Jónsson jarðsöng og kammerkór Langholtskirkju söng við undirleik Jóns Stefánssonar organista. Það voru félagar Steinþórs úr Oddfellowstúkunni Nirði sem báru kistu Steinþórs til grafar.