Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 15. febrúar 2002 kl. 15:14

Fjölmenni við útför Ragnars Margeirssonar

Útför Ragnars Margeirssonar fyrrverandi knattspyrnumanns úr Keflavík sem lést sl. sunnudag, 10. febrúar, var gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14:00. Ragnar var á fertugasta aldursári. Fjölmenni var við útförina.Ragnar var einn af bestu knattspyrnumönnum Keflavíkur. Ferill hans hófst þegar hann var aðeins 10 ára gamall og fyrsta árið hans lék hann með 5. flokki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki á Melavellinum í Reykjavík. Ragnar varð fljótt afburða knattspyrnumaður og lék með Keflavík í öllum yngri flokkum. Hann lék með unglingalandsliði Íslands og á hátindi ferilsins var hann einn af burðarásum íslenska karlalandsliðsins en með því lék hann 45 landsleiki.
Leiðir Ragnars lágu í atvinnumennsku en hann lék m.a. með liðum í Belgíu, Þýskalandi og í Svíþjóð. Hann lék einnig með KR og Fram í meistaraflokki karla. Ragnar varð meðal annars bikarmeistari með Fram.
Ragnar lætur eftir sig 3 börn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024