Fjölmenni við útför Ásbjörns Jónssonar
Mikið fjölmenni var við útför Ásbjörns Jónssonar, bæjarlögmanns Reykjanesbæjar frá Keflavíkurkirkju í dag.
Ásbjörn lést 3. desember eftir erfið veikindi. Hann varð sextugur í 20. október síðstliðinn. Sr. Erla Guðmundsdóttir jarðsöng og félagar úr Karlakór Reykjavíkur og sönghópurinn Lyrika sungu. Þá lék Kjartan Már Kjartansson á víólu og Arnór Vilbergssonar var organisti. Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir söng einsögn og dúett með Jóni Val Guðmundssyni.
Dætur og ættingjar og vinir Ásbjörns báru kistu hans út úr kirkjunni og skátafélagar úr Heiðabúum stóðu heiðursvörð fyrir utan.