Fjölmenni við jarðarför Jónasar Einarssonar Waldorff
Fjölmenni var við jarðarför Jónasar Einarssonar Waldorff sem fram fór frá Keflavíkurkirkju fyrir stundu. Jónas lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut þann 9. mars sl. Jónas var nemandi við Heiðarskóla í Keflavík og þar er hans sárt saknað. Starfsfólk Heiðarskóla hefur sent Víkurfréttum minningarorð sem eru hér meðfylgjandi.
Myndin var tekin við útförina í dag.Jónas Einarsson Waldorff
f. 1. apríl 1989
d. 9. mars 2003
Mánudagsmorguninn 10. mars s.l. minnti veturinn á sig með nístingskulda. Sá kuldi var í samræmi við þau voveiflegu tíðindi að Jónas Einarsson Waldorff nemandi í
8. bekk í Heiðarskóla í Keflavík hefði farist í bílslysi kvöldinu áður. Þó að í Heiðarskóla sé bæði hlýtt og bjart þá læddi kuldinn og vetarmyrkrið sér inn í hvern krók og kima húss og sála þennan morgun.
Jónas var nemandi í Heiðarskóla frá fyrsta starfsári skólans 1999.
Strax í upphafi var sýnt að orð og æði hans kallaði á þolinmæði og nærgætni bekkjarfélaga, kennara og annarra starfsmanna.
Í stóru og flóknu samfélagi grunnskóla er oft djúpt á þessum þáttum. Þeir nemendur sem samsamast ekki strax þurfa stuðning og tilsögn. Jónas var einn af þeim.
Með dyggri leiðsögn foreldra sinna og kennara virtist sú tilsögn vera að ná fótfestu. Jónas var tilbúinn að sættast á ákveðnar leikreglur, sjálfan sig og umhverfi sitt. Það er góð tilfinning fyrir okkur sem eftir stöndum að hafa skilið við hann í þeirri vissu.
Heiðarskóli varð fátækari 9. mars. Ótímabært dauðsfall Jónasar er okkur sár áminning um að lífið er ekki sjálfgefið. Það fær okkur jafnframt til að skerpa á þeim lífsgildum að virða sérstöðu hvers og eins með framkomu okkar og viðhorfi hvers í annars garð.
Minning okkar um leitandi, góðhjartaðan 13 ára dreng, sem þrátt fyrir stutt innlit tókst að gefa skólastarfinu gildi, mun hjálpa okkur að hleypa birtu og hlýju um Heiðarskóla á ný.
Starfsfólk Heiðarskóla sendir fjölskyldu Jónasar Einarssonar Waldorff dýpstu samúðarkveðjur.
f.h. starfsfólks Heiðarskóla, Keflavík
Björn Víkingur Skúlason
Myndin var tekin við útförina í dag.Jónas Einarsson Waldorff
f. 1. apríl 1989
d. 9. mars 2003
Mánudagsmorguninn 10. mars s.l. minnti veturinn á sig með nístingskulda. Sá kuldi var í samræmi við þau voveiflegu tíðindi að Jónas Einarsson Waldorff nemandi í
8. bekk í Heiðarskóla í Keflavík hefði farist í bílslysi kvöldinu áður. Þó að í Heiðarskóla sé bæði hlýtt og bjart þá læddi kuldinn og vetarmyrkrið sér inn í hvern krók og kima húss og sála þennan morgun.
Jónas var nemandi í Heiðarskóla frá fyrsta starfsári skólans 1999.
Strax í upphafi var sýnt að orð og æði hans kallaði á þolinmæði og nærgætni bekkjarfélaga, kennara og annarra starfsmanna.
Í stóru og flóknu samfélagi grunnskóla er oft djúpt á þessum þáttum. Þeir nemendur sem samsamast ekki strax þurfa stuðning og tilsögn. Jónas var einn af þeim.
Með dyggri leiðsögn foreldra sinna og kennara virtist sú tilsögn vera að ná fótfestu. Jónas var tilbúinn að sættast á ákveðnar leikreglur, sjálfan sig og umhverfi sitt. Það er góð tilfinning fyrir okkur sem eftir stöndum að hafa skilið við hann í þeirri vissu.
Heiðarskóli varð fátækari 9. mars. Ótímabært dauðsfall Jónasar er okkur sár áminning um að lífið er ekki sjálfgefið. Það fær okkur jafnframt til að skerpa á þeim lífsgildum að virða sérstöðu hvers og eins með framkomu okkar og viðhorfi hvers í annars garð.
Minning okkar um leitandi, góðhjartaðan 13 ára dreng, sem þrátt fyrir stutt innlit tókst að gefa skólastarfinu gildi, mun hjálpa okkur að hleypa birtu og hlýju um Heiðarskóla á ný.
Starfsfólk Heiðarskóla sendir fjölskyldu Jónasar Einarssonar Waldorff dýpstu samúðarkveðjur.
f.h. starfsfólks Heiðarskóla, Keflavík
Björn Víkingur Skúlason