Fjölmenni við fyrstu kynningu á þjónustu við fjölskyldur
Um um 80 foreldrar sóttu fyrstu kynningu á þjónustu við börn í Reykjanesbæ en kynningarnar eru liður í umönnunargreiðslum til foreldra sem hófust þann 1. október sl.
Á kynningunni fjallaði Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagsþjónustu um þjónustu við fjölskyldur í bæjarfélaginu, starfsemi Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar og mikilvægi samveru fjölskyldunnar.
Rannveig Einarsdóttir yfirfélagsráðgjafi sagði frá barnaverndarstarfi FFR og þeirri þjónustu sem stæði fjölskyldum til boða hjá félagsráðgjöfum og öðru sérhæfðu starfsfólki.
Að loknu kaffihlé var frumsýnt nýtt myndand sem unnið hefur verið um það sem í boði er fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ.
Hver kynning stendur yfir í tvær kvöldstundir og verður sú næsta haldin n.k. fimmtudag, annað kvöld kl. 20:00 í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Þar mun Fræðslusvið Reykjanesbæjar kynna verkefni og þjónustu sína.
VF-mynd/ www.reykjanesbaer.is - frá fundinum í gær.