Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni mótmælti niðurskurði á HSS
Föstudagur 8. október 2010 kl. 08:42

Fjölmenni mótmælti niðurskurði á HSS


Fjölmenni var í skrúðgarðinum við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærkvöldi þegar fólk safnaðist þar saman til þögulla mótmæla gegn tillögum um niðurskurð á fjárframlögum ríkisins til HSS. Í hópnum mátti sjá íbúa úr öllum byggðalögum Suðurnesja

Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Félag eldri borgara á Suðurnesjum og Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja efndu til mótmælanna.

Í tilkynningu frá hópnum segir að fyrirhugaður niðurskurður skapi óöryggi og óvissu fyrir sjúklinga og fæðandi konur. Ekki hafi verið sýnt fram á að flutningur á sjúklingum og fæðandi konum til Reykjavíkur dragi úr kostnaði ríkisins. Þá sé víst að segja verði upp fjölda starfsmanna hjá HSS sem ekki sé á bætandi þar sem atvinnuleysi á Suðurnesjum sé hvað mest á landinu. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að framlög ríkisins til HSS í samanburði við önnur sjúkrahús hafi verið lægst og séu enn lægst - og ekki hafi verið tekið mið af nærveru sjúkrahússins við Keflavíkurflugvöll.

VFmyndir/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024