Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta
Fimmtudagur 23. apríl 2015 kl. 18:04

Fjölmenni í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta

Ágætis þátttaka var í árlegri skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta í Reykjanesbæ. Það voru félagar í Skátafélaginu Heiðarbúum sem stýrðu göngunni að venju með góðri hjálp nemenda úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Ganga hélt samkvæmt hefð frá skátaheimilinu í Keflavík og fór upp Hringbraut, austur Faxabraut og síðan niður Hafnargötu þar til beygt var inn Norðfjörðsgötu að Keflavíkurkirkju. Þar fór fram hátíðarmessa þar sem sumri var fagnað og veturinn kvaddur.
Páll Ketilsson fylgdist með göngunni og tók meðfylgjandi myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024