Fjölmenni gæddi sér á afmælistertu í boði Sparisjóðsins
Mikið fjölmenni gæddi sér á afmælistertum sem Sparisjóðurinn bauð upp á í tilefni 95 ára afmæli bankans sem haldið var í gær en bankinn hefur verið starfandi frá árinu 1907. Öllum Suðurnesjamönnum sem áttu leið sína í bankann var boðið til afmælisveislu í afgreiðslu bankans þar sem boðið var upp á afmælistertur og með því undir harmonikkuleik. Terturnar þótti hið mesta lostæti og voru bæði ungir sem aldnir sem brögðuðu á góðgætinu.
Önnur útibú bankans á Suðurnesjum áttu einnig stórafmæli í ár. Afgreiðsla bankans í Njarðvík hefur verið starfrækt í 25 ár, 20 ár í Garðinum og 15 ár í Grindavík.
Önnur útibú bankans á Suðurnesjum áttu einnig stórafmæli í ár. Afgreiðsla bankans í Njarðvík hefur verið starfrækt í 25 ár, 20 ár í Garðinum og 15 ár í Grindavík.