Fjölmenni á styrktartónleikum
Grindvíkingar fjölmenntu á styrktartónleika sem voru haldnir á Salthúsinu á kvöldi páskadags. Þar var safnað fyrir Laufey Dagmar Jónsdóttur, sem gekkst undir lifrarskipti á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn fyrr um daginn.
Hallfreður Bjarnason, sonur Laufeyjar, sagði stuðninginn koma sér vel, en bætti því við að aðgerðin hafi gengið eins og sögu og móður sinni liði vel. Kunna aðstandendur öllum þeim sem komu á Salthúsið bestu þakkir og sérstaklega þeim Hjálmari og Jónu á Salthúsinu, fyrir afnot af húsinu og fleira.
Um 100 manns mættu og hlýddu á tónlist sem trúbadorar úr bænum auk sona Laufeyjar léku. Skemmti fólk sér afar vel fram eftir nóttu.
Þeim sem vilja leggja sitt af mörkum er bent á styrktarreikning 1193-05-1500 kt. 160969-2969.