Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á sólseturshátíð á Garðskaga
Laugardagur 27. júní 2009 kl. 14:42

Fjölmenni á sólseturshátíð á Garðskaga


Fjölmennt er á sólseturshátíðinni sem nú stendur yfir á Garðskaga. Þar er nú skýjað og vestan 3 metrar á sekúndu og hitinn 13 gráður, sem sagt milt og gott veður. Í kvöld gerir veðurspáin ráð fyrir norðan 3 metrum og léttskýjuðu, enda er að létta þegar þetta er skrifað. Í kvöld er gert ráð fyrir 12 stiga hita á svæðinu.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir hátíðarsvæðið á Garðskaga í hádeginu og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024