Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á makrílveiðum eftir frétt Víkurfrétta
Mánudagur 28. júlí 2008 kl. 10:43

Fjölmenni á makrílveiðum eftir frétt Víkurfrétta

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmenni hefur verið við makrílveiðar á Gerðabryggju í Garði eftir frétt Víkurfrétta um að þar væri mokveiði af makríl. Makríll hefur ekki veiðs áður við bryggjuna í Garði en í sumar fór að sjást til makríls og síðustu daga hefur hann verið að mokveiðast.




Alltaf má sjá nokkra veiðimenn hvern dag á bryggjunni í Garði, en eftir að Víkurfréttir greindu frá því sem er að veiðast við bryggjuna er eins og það hafi orðið sprenging. Bryggjuendinn er þéttsetinn og um tíma komust færri að en vildu. Makríllinn veiðist einnig í stórum stíl og fólk ánægt með veiðina. Makríll er góður matfiskur, en Íslendingar þekkja hann helst sem reyktan eða niðursoðinn.




Ástæðurnar fyrir makrílveiðinni í Garði hljóta að tengjast einhverjum breytingum í hafinu, því áður veiddist bara „bryggjuufsi“ og marhnútur. Reyndar er farið að bera á þorskveiði við bryggjuna í Garði en nýlega sögðum við frá því þegar allt að 10 kg. þorskar voru að veiðast á hefðbundnar bensínstöðvarveiðistangir.


Meðfylgjandi myndir voru teknar í Garði á föstudagskvöldið. Þá var fjölmennt við veiðina í Garði en flest var veiðifólkið af erlendum uppruna.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson