Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á jólaballi
Mánudagur 2. janúar 2006 kl. 17:36

Fjölmenni á jólaballi

Fjölmenni var á Jólaballi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem haldið var fyrir helgi. Starfsfólk Flugstöðvarinnar mætti með börn sín sem skemmtu sér hið besta.

Mikið fjör var í leikjum barnanna ásamt því sem fjölbreytt skemmtiatriði voru í boði. Þar á meðal var atriði úr Ávaxtakörfunni auk þess sem Skyrgámur og bræður hans sungu og skemmtu börnunum. Hápunkturinn var svo þegar Birgitta Haukdal steig á stokk og söng fyrir börnin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024