Fjölmenni á fundi með Árna

Á fundinum er Árni Sigfússon að rekja þær þríþættu tillögur sem hann hefur lagt fyrir ríkisstjórn Íslands en þær felast í aðstoð við núverandi starfsmenn, framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvellli og í þriðja lagi því sem Árni kallar tíma nýrra tækifæra. Árni leggur áherslu á að viðbrögð Íslendinga séu snögg og hnitmiðuð og væntir þess í bréfi til ríkisstjórnar að hún svari þessum óskum um samstarf, fyrir næstu mánaðamót.