Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á Erlingskvöldi
Sunnudagur 3. apríl 2005 kl. 16:08

Fjölmenni á Erlingskvöldi

Fjölmenni kom saman í Listasafni Reykjanesbæjar á hinu árlega Erlingskvöldi  Bókasafns Reykjanesbæjar síðasta fimmtudagskvöld. Kvöldið er helgað listamanninum Erlingi Jónssyni sem fagnaði nýlega 75 ára afmæli sínu.

Boðið var upp á upplestur og tónlistaratriði auk þess sem ýmsir ræðumenn stigu á stokk og fluttu ávarp. Þeirra á meðal var Karl Steinar Guðnason, sem rifjaði upp nokkur skemmtileg atvik úr bernsku sinni þegar Erlingur kenndi honum í Barnaskóla Keflavíkur. Síðar tók Erlingur sjálfur til máls og ávarpaði viðstadda og þá var afsteypa af Laxness-fjöðrinni afhent þeim nemendum úr Myllubakkaskóla sem skáru framúr í ritgerðarsamkeppni.
VF-mynd/Þorgils

Fleiri myndir má finna hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024