Fjölmenn útför Örlygs Arons
Örlygur Aron Sturluson, einn efnilegasti körfuboltamaður á Íslandi sem lést þann 16. janúar síðastliðinn var jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju í dagFaðir Örlygs Arons, frændur og ættingjar báru kistu Örlygs Arons í dag en mikið fjölmenni var við útförina sem einnig var sýnd á sjónvarpsskjá í íþróttahúsi Njarðvíkur.Örlygur var aðeins18 ára þegar hann féll frá - hann var eitt mesta efni í körfuboltanum þegar hann kom fram á sjónarsviðið, (ekki aðeins í Njarðvík og á Suðurnesjum heldur landinu öllu.) Hann átti ekki langt að sækja snilli sína, faðir hans Sturla Örlyggsson var mikill körfuboltamaður sem og frændur hans, með Teit Örlyggsson í fararbroddi.Örlygur Aron hóf æfingar með Njarðvík þegar hann var á áttunda aldursári og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Fyrsta leikinn með meistaraflokki lék hann gegn ÍA1997, þá 16 ára gamall og enn í 11. flokki. ( Hann skoraði 10 stig og gaf 7 stoðsendingar.) Sama ár var hann valinn í æfinga-landsliðshóp Íslands.Örlygur lék mikið með sigurliði Njarðvíkur tímabilið 97-98 og vorið 1998 hampaði hann með félögum sínum Íslandsmeistaratitlinum eftir úrslitaviðureignir við KR. Næsta keppnistímabil lék Örlygur Aron í Bandaríkjunum samhliða námi og stóð sig með prýði. Hann lék með unglingalandsliði og U20-landsliði Íslands sumarið 1999en var valinn í A-landsliðinu um haustið og lék þrjá leiki með liðinu í nýafstaðinni Evrópukeppni. Nú í vetur var Örlygur allt í öllu hjá sínum mönnum í Njarðvík, skoraði um 15 stig að meðaltali í leik og þrívegis náði hann svokallaðri Þrefaldri tvennu. Margir töldu hann vera besta leikmann deildarinnar í vetur, - ekki síst vegna fjölhæfni hans sem leikmanns og ekki skyggði á framkoma hans og keppnisskap.Einn af okkar allra bestu íþróttamönnum er fallinn frá en minning um hann mun alltaf lifa í hugum og hjörtum okkar.Starfsfólk Víkurfrétta sendir ættingjum Örlygs Arons samúðarkveðjur sínar.