Fjölmenn samverustund í Keflavíkurkirkju
Fjölmennt var í samverustund fyrir Grindvíkinga, og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk, í Keflavíkurkirkju á sunnudaginn. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkurkirkju, leiddi stundina. Þá sungu meðlimir úr kór Grindavíkurkirkju undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Sóknarfólk úr Grindavík flutti bænir í lok athafnar. Þá flutti prestur kaþólsku kirkjunnar á Suðurnesjum, séra Mikolaj Kecik, bæn og hugvekju. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri, fluttu ávörp. Grindavíkurkirkja minnir á [email protected] eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.