Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Fjölmenn ráðstefna um litháískt móðurmál
Ráðstefnugestir í góðum gír með Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 06:00

Fjölmenn ráðstefna um litháískt móðurmál

- Um 160 ráðstefnugestir á Ásbrú

Ráðstefnan Vinabrú var haldin í Háaleitisskóla á Ásbrú helgina 10. til 12. júní síðastliðinn. Vinabrú er samstarfsvettvangur móðurmálsskóla litháískra innflytjenda í Evrópu og tengir saman alla skólana, kennara, nemendur og foreldra.

Jurgita Milleriene er kennari við Háaleitisskóla og litháískukennari og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar. Hún segir markmiðið með henni að tengja saman alla þá er koma að kennslu í litháísku utan Litháens, deila reynslu, vinna að bættum kennsluháttum og vinna að skóla- og foreldrasamstarfi. Um 160 manns tóku þátt í Vinabrú og segir Jurgita hafa gengið vonum framar. „Við fengum ómetanlega hjálp frá Háaleitisskólanum, húsvörður skólans var alltaf til staðar og einnig stjórnendur skólans þær Anna Guðmundsdóttir og Jóhanna Sævarsdóttir. Á ráðstefnunni tóku þær á móti menntamálaráðherra Litháens og fræddu um íslenska menntakerfið. Einnig voru mjög öflugir fyrirlesarar sem komu frá Litháen og Bretlandi og fjallað var um tvítyngi, um kosti þess og galla,  og um mikilvægi þess fyrir sjálfsmynd barnanna. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að tengjast vel menningu og starfsemi þess lands sem krakkarnir búa nú þegar,“ segir Jurgita.

Public deli
Public deli

Flestir gestanna dvöldu áfram hér á landi að ráðstefnunni lokinni og skoðuðu landið. Hópurinn fór í skoðunarferð um Reykjanesið og að sögn Jurgitu höfðu margir orð á því að umhverfið væri þannig að líkast væri að þau hefðu lent á tunglinu.