Fjölmargir hættir í óeirðarsveitum
Lögreglumenn á Suðurnesjum, í Eyjafirði, á Akranesi og í Borgarnesi hafa sagt sig úr óeirðarsveit lögreglunnar en alls eru þetta um 35 lögreglumenn. Er þetta gert í mótmælaskyni við niðurstöður gerðardóms um launakjör lögreglumanna.
Það voru lögreglumenn á Suðurnesjum sem riðu á vaðið í gær þegar að 25 þjálfaðir óeirðarlögreglumenn sögðu sig úr sveitunum og skoruðu jafnframt á starfsbræður sína um allt land að gera slíkt hið sama. Í kjölfarið fylgdu níu meðlimir óeirðarsveitarinnar í Eyjafirði og átta meðlimir sveitarinnar á Akranesi og í Borgarnesi í gærkvöldi.
Þá hefur verið boðað til fundar í Landssambandi lögreglumanna í dag, með fulltrúum lögreglufélaga af öllu landinu þar sem staðan í kjaramálum lögreglumanna og hugsanlegar aðgerðir, verða til umræðu.